Ákærur gegn fangavörðum Epstein felldar niður

Jef­fery Ep­stein var dæmd­ur kyn­ferðisaf­brotamaður sem beið rétt­ar­halda vegna kyn­ferðis­brota, …
Jef­fery Ep­stein var dæmd­ur kyn­ferðisaf­brotamaður sem beið rétt­ar­halda vegna kyn­ferðis­brota, einkum gegn ung­um kon­um og barn­ung­um stúlk­um. AFP

Saksóknarar hafa ákveðið að fella niður frekari málsókn á hendur tveimur fangavörðum í New York sem viðurkenndu slugsaskap þar sem þeir voru á vakt þegar kynferðisafbrotamaðurinn Jeffrey Epstein fyrirfór sér.

Fanga­verðirn­ir tveir, Tova Noel og Michael Thom­as, fölsuðu eft­ir á gögn þess efn­is að þau hefðu sinni eft­ir­lits­skyldu sinni í fanga­klefa Ep­steins á hálf­tíma fresti. 

Þau hefðu verið að leggja sig og vafra um á net­inu á meðan Ep­stein tókst að svipta sig lífi, í fang­elsi á háu ör­ygg­is­stigi.

Jef­fery Ep­stein var dæmd­ur kyn­ferðisaf­brotamaður sem beið rétt­ar­halda vegna kyn­ferðis­brota, einkum gegn ung­um kon­um og barn­ung­um stúlk­um. 

Á miðvikudag var fyrr­ver­andi kær­asta Ep­stein, Ghislaine Maxwell, fundin sek um að hafa útvegað Epstein stúlkur undir lögaldri sem hann svo misnotaði. 

Einnig var hún sakfelld fyrir kyn­lífs­glæpi og man­sal barna og ungra kvenna. 

Maxwell gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfang­elsi en hún er sextug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert