Neyðarástand vegna gróðurelda

Rík­is­stjóri Col­orado, Jared Polis, hefur lýst yfir neyðarástandi vegna eldanna.
Rík­is­stjóri Col­orado, Jared Polis, hefur lýst yfir neyðarástandi vegna eldanna. AFP

Þúsundir eru á flótta og hundruð húsa hafa orðið víðfeðmum gróðureldum, sem geisa í Colorado í Bandaríkjunum, að bráð. Óttast er að fólk hafi farist í eldunum en sérfræðingar segja óvenjulegt að gróðureldar kvikni á þessu svæði í lok desember.

Rík­is­stjóri Col­orado, Jared Polis, hefur lýst yfir neyðarástandi vegna eldanna.

Hann vonast til að veðuraðstæður breytist og hægt verði að ráða niðurlögum eldanna sem fyrst.

Talið er að sterkar vindhviður hafi fellt rafmagnsmöstur með þeim afleiðingur að eldurinn kviknaði.

Veðurfræðingar segja hálfótrúlegt að gróðureldar geisi á þessu svæði í desember en haustið hafi verið óvenju hlýtt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert