Maður handtekinn grunaður um íkveikju

49 ára gamall maður hefur verið handtekinn í tengslum við brunann á suðurafríska þinghúsinu í Höfðaborg.

Á vef BBC er greint frá því að maðurinn eigi yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju, innbrot og þjófnað en hann mun koma fyrir dóm á þriðjudag.

Salur þjóðþings­ins er nú brunninn til kaldra kola.
Salur þjóðþings­ins er nú brunninn til kaldra kola. AFP

Eldurinn braust út klukkan sex í morg­un að staðar­tíma og eru slökkviliðsmenn enn að störfum. Eng­inn hefur þó slasast í brun­an­um.

Eld­ur­inn kviknaði á skrif­stof­um á þriðju hæð og breidd­ist fljótt út í sal þjóðþings­ins sem er nú brunninn til kaldra kola. 

Cyr­il Ramap­hosa, for­seti Suður-Afr­íku, heim­sótti vett­vang í dag og sagði að um væri að ræða „hræðileg­an at­b­urð“.

Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku.
Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert