Slökkviliðsmenn hafa náð tökum á eldinum sem eyðilagði stóran hluta þinghússins í Höfðaborg í Suður-Afríku.
Eldurinn braust út snemma í gær í elsta hluta þinghússins. Tugir slökkviliðsmanna börðust við eldinn.
Talsmaður slökkviliðsins sagði að enn logaði eldur í þeim hluta byggingarinnar þar sem hann kviknaði fyrst.
49 ára maður sem er grunaður um að hafa kveikt eldinn kemur fyrir dóm á morgun.
Þingsalurinn fór verst út úr eldsvoðanum og verður hann ónothæfur næstu mánuðina.