Twitter hefur ákveðið að loka persónulegum Twitter-reikningi þingkonu bandaríska Repúblikanaflokksins, Marjorie Taylor Greene, fyrir að brjóta reglur um birtingu falskra upplýsinga í tengslum við kórónuveirufaraldurinn.
Reikningnum var lokað tímabundið í fyrra.
Greene hefur verið ákafur stuðningsmaður Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og falskra staðhæfinga hans um að brögð hafi verið í tafli í þingkosningunum í landinu árið 2020. Hún er einnig þekkt fyrir undarlegar fullyrðingar sínar í tenglum við bólusetningar og aðrar falskar staðhæfingar um kórónuveirufaraldurinn.
Twitter sagðist ætla að loka persónulegum reikningi Greene, @mtgreene, fyrir ítrekuð brot á stefnu samfélagsmiðilsins um birtingu falskra upplýsinga í tengslum við Covid-.19. Hún mun enn hafa aðgang að opinberum Twitter-reikningi sínum, @RebMTG.