Verðbólgan í Tyrklandi ekki hærri í 19 ár

Recep Tayyip Erdogan flytur ræðu.
Recep Tayyip Erdogan flytur ræðu. AFP

Ársverðbólga í Tyrklandi í fyrra var sú mesta frá árinu 2002. Þetta kemur fram í opinberum tölum sem voru birtar í morgun.

Óhefðbundinni efnahagsstefnu forsetans Recep Tayyip Erdogan hefur verið kennt um þessa erfiðu stöðu gjaldmiðilsins.

Verðbólgan fór í 36,1 prósent í síðasta mánuði miðað við sama tímabil árið 2020 og jókst verðbólgan um 21,3 prósent frá því í nóvember.

Verðbólgan hefur ekki verið hærri síðan í október 2002 þegar hún fór í 33,45 prósent, áður en flokkur Erdogans náði völdum í Tyrklandi í nóvember það ár.

Verðbólgan er jafnframt sjö sinnum hærri en opinber viðmið ríkisstjórnarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert