Yfirgaf nýfætt barn í ruslatunnu í flugvél

Talið er að konan hafi yfirgefið barnið eftir að hún …
Talið er að konan hafi yfirgefið barnið eftir að hún fæddi það í flugvélinni. AFP

Flugvallarstarfsmenn fundu nýfæddan dreng í ruslatunnu salernis flugvélar á eyjunni Máritíus sem er um 900 km austur af Madagaskar.

Tvítug kona frá Madagaskar, sem grunuð er um að hafa fætt barnið í flugi Air Mauritius, hefur nú verið handtekin.

BBC greinir frá.

Neitaði að hún væri móðir barnsins

Flugvallarstarfsmenn fundu barnið þegar þeir voru að skima flugvélina í sínu venjubundna tolleftirliti. Fóru þeir með barnið á sjúkrahús til aðhlynningar.

Konan sem grunuð er um að vera móðir barnsins neitaði fyrst að drengurinn væri hennar og var hún því látin gangast undir læknisskoðun sem staðfesti að hún væri nýbúin að fæða barn. Var hún sett undir lögreglueftirlit á sjúkrahúsinu og verður yfirheyrð þegar hún úrskrifast af sjúkrahúsinu og sömuleiðis ákærð fyrir að hafa yfirgefið nýfætt barn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert