Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, mun ekki þurfa gangast undir skurðaðgerð en hann var fluttur á sjúkrahús með stíflu í þörmum í gær. Ekki er búið að ákveða hvenær hann útskrifist af spítalanum.
Þetta sögðu læknar hans í dag.
Læknar Bolsonaro segja hann vera ná framförum og mun hann byrja á fljótandi fæði í dag.
Bolsonaro hefur glímt við heilsufarsvandamál síðan hann var stunginn í kviðinn í kosningabaráttunni árið 2018. Hann hefur gengist undir að minnsta kosti fjórar skurðaðgerðir síðan.