Elizabeth Holmes, stofnandi blóðprufufyrirtækisins Theranos, hefur verið sakfelld fyrir að blekkja fjárfesta.
Saksóknarar sögðu að Holmes hefði logið til um tækni sem gæti borið kennsl á sjúkdóma með nokkrum blóðdropum.
Kviðdómur í Kaliforníu sakfelldi hana í fjórum ákæruliðum eftir að hafa velt málinu fyrir sér í sjö daga.
Hún neitaði öllum ásökunum en hún á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi. Dómur verður kveðinn upp síðar.
Ex-Silicon Valley CEO Elizabeth Holmes found guilty of conspiring to defraud investors over blood-testing start-up https://t.co/Fv5mq4c4Gx
— BBC Breaking News (@BBCBreaking) January 4, 2022