Fimm íslensk handrit lánuð til Noregs

Gísli Sigurðsson.
Gísli Sigurðsson. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Alls verða fimm íslensk handrit úr safni Árna Magnússonar lánuð frá Danmörku til Noregs. Sjö önnur sem var óskað eftir verða áfram í Danmörku.

Gísli Sigurðsson, prófessor hjá Árnastofnun í Reykjavík, segir í samtali við Fréttablaðið að Norðmenn hafi eðlilega áhuga á skjölunum og að þeir séu fullfærir um að varðveita þau svo sómi sé að.

Norska þjóðarbókhlaðan óskaði eftir ellefu handritum og skjölum sem tengjast beint sögu Norðmanna. Konungsbókhlaðan í Kaupmannahöfn veitti leyfi en stjórn Árnasafns í Danmörku synjaði bóninni. Forstjóri norska safnsins lýsti yfir miklum vonbrigðum með ákvörðunina.

Forvörður hjá Árnasafni í Kaupmannahöfn segir að ef handritin séu til sýnis í meira en þrjá mánuði láti þau á sjá. Einnig hafi beiðninni að hluta til verið synjað með tilliti til rannsókna í Kaupmannahafnarháskóla.

Ef marka má frétt Danmarks Radio má hins vegar rekja ástæðu synjunarinnar til fleiri þátta. Í þættinum Kulturen á DR er vitnað til stjórnarmanna sem segja málið varða mikilvæg grundvallaratriði sem gætu skapað fordæmi.

Að verða við beiðninni gæti leitt til þess að Íslendingar geri kröfu um handrit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert