Fundu morðingja fyrir tilviljun

Það getur reynst dýrkeypt að fella grímuna.
Það getur reynst dýrkeypt að fella grímuna. AFP

Pólska lögreglan handtók í dag morðingja, sem hefur lengi verið leitað, eftir að hann var stöðvaður fyrir að bera ekki grímu í verslun.

Maðurinn er 45 ára gamall og hefur verið á flótta síðustu tvo áratugi eftir að hann var dæmdur fyrir morð.

Hann var dæmdur í fangelsi og á yfir höfði sér 25 ára dóm fyrir morðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert