Macron vill sækjast eftir endurkjöri

Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti. AFP

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, vill sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum þar í landi í apríl en segist ekki ætla að staðfesta hvort hann ætli að gera það fyrr en hann er alveg viss. Frá þessu greindi Macron viðtali sem birt var í La Parisien í dag.

„Það ætti ekki að koma neinum á óvart að ég vilji sækjast eftir endurkjöri, svaraði Macron spurður hvort hann hygðist gefa kost á sér aftur.

„Þegar heilsan leyfir og ég hef gert það upp með sjálfum mér mun ég greina frá ákvörðun minni.“

Bætti hann því við að þessi ákvörðun lægi þungt á honum og að hann þurfi að vera viss um að hann hljóti endurkjör, að því er fréttastofa AFP greinir frá.

Þótt svör hans þykja loðin benda þau til þess að hann hyggist sitja áfram sem forseti.

Haldi spennunni gangandi næstu vikurnar

Macron, sem náði völdum í Frakklandi árið 2017 með loforðum sínum um að endurbæta landið og endurheimta stöðu þess sem alþjóðlegt stórveldi, þykir líklegastur til að sigra kosningarnar gefi hann kost á sér aftur. Sigur hans sé þó samt sem áður langt frá því að vera í höfn að mati greiningarsérfræðinga.

Til að verða forseti þyrfti hann að hljóta fleiri atkvæði í kosningunni heldur en Marine Le Pen, sem sló í gegn í atkvæðagreiðslunni árið 2017 og Eric Zemmour, hægri öfgamann sem hefur einnig notið mikilla vinsælda.

Að mati greiningarsérfræðinga verður harðasti andstæðingur Macron í kosningunum þó Valerie Pecresse, ákveði hún að gefa kost á sér.

Vinstrimönnum hefur hingað til ekki tekist að sameinast að baki einum frambjóðanda.

Þá þættu það vera tíðindi ef Macron ákveður að gefa ekki kost á sér en hann virðist ætla að halda spennunni gangandi næstu vikurnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert