Metfjöldi smita en innlagnir langt frá fyrri hæðum

Fólk á gangi í Manchester á gamlárskvöld.
Fólk á gangi í Manchester á gamlárskvöld. AFP

Metfjöldi smita greindist í Bretlandi gær, að því er stjórnvöld þar í landi greindu frá nú síðdegis.

Var tvö hundruð þúsund smita múrinn brotinn og gott betur en það, en alls greindust 218.724 kórónuveirusmit. Á sama tíma létust 48 manns sem greinst höfðu með veiruna.

Innlagnir hafa þó ekki náð nærri því þeim miklu hæðum sem sáust þegar fyrri öld­ur far­ald­urs­ins gengu yfir.

Glíma við einangranir, ekki innlagnir

Fjöldi þess fólks sem þarfn­ast önd­un­ar­vél­ar hef­ur að sama skapi staðið óhaggaður, þrátt fyr­ir að met­fjöldi smita hafi greinst á næst­um hverj­um degi á milli jóla og ný­árs.

Í stað fjölda inn­lagna glím­ir heil­brigðis­kerfið við það hversu marg­ir úr röðum starfs­fólks­ins þurfa að ein­angra sig heima eft­ir að hafa greinst með kór­ónu­veiru­smit, eins og mbl.is fjallaði um fyrr í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert