Tígrisdýr bólusett gegn veirunni

Bengal tígrisdýrið, Charly, getur nú talist fullbólusettur.
Bengal tígrisdýrið, Charly, getur nú talist fullbólusettur. AFP

Bengal tígrisdýrið Charly og órangútaninn Sandei, fengu sinn annan skammt af tilraunabóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, í dag. Það er sérstaklega hannað fyrir dýr.

Þau búa bæði í dýragarðinum Buin í Chile. Bengal-tígrisdýr og órangútanar eru á lista yfir dýr í útrýmingarhættu.

Charly, Sandai og átta önnur dýr í dýragarðinum voru valin til þess að fá þetta nýja tilraunabóluefni. Öll dýrin sem fengu sprautu eru talin vera í mikilli áhættu að sýkjast af Covid-19. 

Ljón í Singapúr, Zagreb og Washington, flóðhestar í Belgíu, Sumatran-tígrisdýr í Indónesíu og Górillur í Atlanta eru meðal þeirra dýra í dýragörðum sem hafa greinst með kórónuveiruna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert