Bengal tígrisdýrið Charly og órangútaninn Sandei, fengu sinn annan skammt af tilraunabóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, í dag. Það er sérstaklega hannað fyrir dýr.
Þau búa bæði í dýragarðinum Buin í Chile. Bengal-tígrisdýr og órangútanar eru á lista yfir dýr í útrýmingarhættu.
Charly, Sandai og átta önnur dýr í dýragarðinum voru valin til þess að fá þetta nýja tilraunabóluefni. Öll dýrin sem fengu sprautu eru talin vera í mikilli áhættu að sýkjast af Covid-19.
Ljón í Singapúr, Zagreb og Washington, flóðhestar í Belgíu, Sumatran-tígrisdýr í Indónesíu og Górillur í Atlanta eru meðal þeirra dýra í dýragörðum sem hafa greinst með kórónuveiruna.