Yfirvöld í Hong Kong hafa ákveðið að banna flugferðir frá átta löndum í kjölfar þess að Ómíkron-afbrigðið fór að breiðast út í borginni.
Talið er að rekja megi útbreiðslu Ómíkron-afbrigðisins til flugáhafnar en Hong Kong heldur nú úti strangri Covid-stefnu þar sem markmiðið er að halda smitum alveg niðri.
Mun bannið sem um ræðir ná til Ástralíu, Kanada, Frakklands, Indlands, Pakistans, Filippseyja, Bretlands og Bandaríkjanna.
Mega farþegar framangreindra landa ekki lenda í Hong Kong og einstaklingum sem hafa dvalið í þessum löndum verður heldur ekki leyft að setjast um borð í flugvél sem er á leið þangað, sama þótt um sé að ræða tengiflug.