Starfsfólk við sjúkrahús UMASS Memorial Medical Center í Massachusetts í Bandaríkjunum segir stöðuna erfiða vegna kórónuveirunnar eftir hátíðirnar. Ómíkron-afbrigði veirunnar heldur áfram að dreifast eins og eldur í sinu um Bandaríkin og greindist yfir ein milljón tilfella þar í landi á mánudaginn.
Það er mesti fjöldinn á einu degi nokkurs staðar í heiminum frá því veiran greindist fyrst.
Flestir þeirra sem leggjast inn á gjörgæsluna fara ekki þaðan aftur út og eru þeir flestir óbólusettir.