Talíbanar hafa skipað verslunareigendum í Afganistan að saga hausinn af gínum í búðum sínum. Talíbanar vilja meina að gínur brjóti lög Íslams þar sem þær líkjast mannfólki.
Myndband sem sýnir mann vera saga hausinn af gínum í búð hefur farið sem eldur í sinu í netheimum.
Síðan talíbanar komust til valda í ágúst hafa þeir sífellt verið að herða lög í landinu og minnka frelsi – sérstaklega stúlkna og kvenna.
Sumir verslunarmenn tóku upp á því að setja poka á gínurnar en talíbanar telja það ekki vera nóg. Verslunarmenn í Afganistan eru ævareiðir yfir þessari stefnu talíbana og segjast ekki geta selt föt á afhöfðaðri gínu.
This is Herat where the Taliban authorities have asked clothing shops to behead all “female mannequins” calling them “un-Islamic”. Herat was called “the pearl of Khurasan” by Rumi and has been considered the cultural capital of #Afghanistan. pic.twitter.com/CUBA6fSE74
— Zia Shahreyar l ضیا شهریار (@ziashahreyar) January 3, 2022