Þurfa að saga hausana af

Verslunarmenn í Afganistan eru ævareiðir yfir þessari stefnu talíbana.
Verslunarmenn í Afganistan eru ævareiðir yfir þessari stefnu talíbana. AFP

Talíbanar hafa skipað verslunareigendum í Afganistan að saga hausinn af gínum í búðum sínum. Talíbanar vilja meina að gínur brjóti lög Íslams þar sem þær líkjast mannfólki.

Myndband sem sýnir mann vera saga hausinn af gínum í búð hefur farið sem eldur í sinu í netheimum.

Síðan talíbanar komust til valda í ágúst hafa þeir sífellt verið að herða lög í landinu og minnka frelsi – sérstaklega stúlkna og kvenna.

Sumir verslunarmenn tóku upp á því að setja poka á gínurnar en talíbanar telja það ekki vera nóg. Verslunarmenn í Afganistan eru ævareiðir yfir þessari stefnu talíbana og segjast ekki geta selt föt á afhöfðaðri gínu.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert