Hersveitir, sem eru leiddar af Rússum, hafa verið sendar til Kasakstans eftir að ríkisstjórn landsins óskaði eftir aðstoð vegna mikilla mótmæla sem hafa staðið þar yfir.
Öryggissveitir drápu tugi mótmælenda sem reyndu að brjótast inn í byggingar stjórnvalda í stærstu borg landsins, Almaty, í nótt, að sögn lögreglunnar. Meira en eitt þúsund manns hafa slasast.
Kasakstan hefur lengi verið talið stöðugasta ríki Sovétríkjanna fyrrverandi í Mið-Asíu. Krísan núna er sú mesta í áratugi eftir að hækkandi eldsneytisverði hefur verið mótmælt harðlega síðustu daga.
Protesters now storming the main government building in Kazakhstan’s largest city Almaty. pic.twitter.com/lemKcpILL8
— Patrick Reevell (@Reevellp) January 5, 2022