Fimm látnir og fjölda saknað eftir að klettur hrundi

Bergið sem kletturinn hrundi úr.
Bergið sem kletturinn hrundi úr. AFP

Að minnsta kosti fimm eru látnir og tuttugu er saknað eftir að risavaxinn klettur hrundi ofan á nokkra báta á vatni í Brasilíu í dag. Enn fremur er vitað til þess að 32 manns til viðbótar hafi slasast.

Það var um hádegi í dag sem kletturinn gekk úr berginu og lenti ofan á þremur bátum fólks sem hafði gert sér helgarferð að Furnas-vatni, sem er vinsæll ferðamannastaður.

Þangað flykkist fólk til að skoða klettaveggi, hella og fossa sem umkringja hið græna Furnas-vatn, en það varð til eftir að samnefnd vatnsaflsvirkjun var reist.

Myndskeið af atvikinu fylgir hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert