Að minnsta kosti fimm eru látnir og tuttugu er saknað eftir að risavaxinn klettur hrundi ofan á nokkra báta á vatni í Brasilíu í dag. Enn fremur er vitað til þess að 32 manns til viðbótar hafi slasast.
Það var um hádegi í dag sem kletturinn gekk úr berginu og lenti ofan á þremur bátum fólks sem hafði gert sér helgarferð að Furnas-vatni, sem er vinsæll ferðamannastaður.
Þangað flykkist fólk til að skoða klettaveggi, hella og fossa sem umkringja hið græna Furnas-vatn, en það varð til eftir að samnefnd vatnsaflsvirkjun var reist.
Myndskeið af atvikinu fylgir hér að neðan.