Hópur kanadískra áhrifavalda er nú kominn til síns heima eftir að hafa orðið strandaglópar í Mexíkó, en öll flugfélög þverneituðu að hleypa hópnum um borð í nokkurt flugfar eftir að hafa brotið gróflega gegn flestum núgildandi sóttvarnareglum Vesturlanda.
Á vef BBC er greint frá því að einstaklingarnir 27 munu sæta rannsókn í Kanada. Sumir í hópnum gætu átt yfir höfði sér harðar refsingar.
Myndskeið af hópnum um borð í flugvélinni dúkkuðu upp á samfélagsmiðlum, þar sem fólkið sást dansa grímulaust í sætum og á göngum flugvélarinnar á meðan stóreflis vodkaflaska gekk manna á milli.
Jean-Yves Duclos, heilbrigðisráðherra Kanada, sagði í yfirlýsingu í gær að hópurinn hafi farið í Covid-próf er þau lentu í Kanada og væri nú til rannsóknar. Einstaklingarnir gætu átt yfir höfði sér fimm þúsund dollara sekt fyrir hvert sóttvarnarbrot, eða um hálf milljón króna.
Háttsemi áhrifavaldanna hafði þau áhrif, að kanadíski forsætisráðherrann Justin Trudeau er æfur af bræði og kallaði fólkið „fábjána“ og „villimenn“, auk þess að halda því fram, að hegðunin væri „löðrungur í andlitið“ gagnvart fólki, sem fylgdi sóttvarnareglum yfirvalda.
Des influenceurs québécois risquent des amendes salées et d’être bannis de compagnies aériennes après avoir enfreint des règles de l’aviation durant un gros party qui a dérapé à bord d’un vol pour Cancún. #covid #polqc
— Francis Pilon (@FrancisPilon_) January 4, 2022
Extrait de la fête ci-dessous 📸https://t.co/nGfRjY8uOj pic.twitter.com/kBzZwfp4EQ