Lokaði smitaðan son sinn í skotti bíls

Konan var á leið með son sinn í sýnatöku til …
Konan var á leið með son sinn í sýnatöku til að staðfesta kórónuveirusmit. AFP

Bandarískur kennari hefur verið handtekinn fyrir að loka son sinn, sem var smitaður af Covid-19, í skotti bíls. Konan sagðist vilja koma í veg fyrir að útsetja sjálfa sig fyrir kórónuveirusmiti er hún keyrði með son sinn í sýnatöku.

Á vef BBC er greint frá því að hin 41 árs gamla Sarah Beam sé nú í haldi lögreglu í Texas-ríki fyrir að stofna barni í hættu.

Vitni kallaði til lögreglu eftir að hafa heyrt hljóð koma frá skotti Beam. Hún opnaði þá skottið þar sem að 13 ára gamall sonur hennar lá. 

Hefði getað farið illa 

Hann hafði greinst jákvæður á Covid-prófi og var Beam á leið með hann til að taka annað próf til þess að staðfesta niðurstöðurnar. Hún vildi hins vegar ekki útsetja sjálfa sig fyrir smiti og setti son sinn því í skottið.

Heilbrigðisstarfsmaður sagði við Beam að drengurinn gæti ekki fengið að fara í sýnatöku fyrr en hann fengi leyfi til að sitja í aftursætinu.

Beam hefur starfað sem kennari í rúm tíu ár en er nú í leyfi frá störfum. Að sögn lögreglu varð drengnum ekki meint af bílferðinni í skotti bílsins en illa hefði getað farið ef Beam hefði lent í árekstri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert