Sádiarabíska prinsessan Basmah bint Saud hefur verið látin laus eftir að hafa setið þrjú ár í fangelsi án þess að hafa verið dæmd fyrir neinn glæp.
Basmah er 57 ára gömul og hefur lengi verið talsmaður kvenréttinda og þingbundnar konungsstjórnar. Hún var fangelsuð í mars árið 2019 stuttu áður en hún átti að fara til Sviss í læknismeðferð.
Í apríl árið 2020 báðu Salman konungur og Mohammed bin Salman krónprins um að Basmah yrði látin laus af heilsufarsástæðum en veikindi hennar hafa ekki verið gerð opinber.
Hún hefur nú verið látin laus en mannréttindasamtök segja að henni hafi verið neitað læknishjálp sem hún þurfti vegna lífshættulegra veikinda á meðan hún var í haldi.
Basmah var í haldi í Al-Ha'ir fangelsinu þar sem pólitískir fangar eru geymdir en hún var aldrei kærð fyrir neitt brot.