Lowland-górilla hefur fæðst í Virunga-þjóðgarðinum í Lýðveldinu Kongó en górillur af þeirri tegund eru í bráðri útrýmingarhættu, að því er segir á vef The Guardian. Með fæðingu górilluungans eru Lowland-górillurnar nú orðnar sjö talsins í garðinum.
„Við erum spennt að segja frá fæðingu fyrstu Lowland-górillu ársins! Þjóðgarðsverðir fundu nýburann á Tshiaberimu-svæðinu í gær,“ tístu yfirvöld í garðinum og bættu við:
„Þjóðgarðsverðir vinna nú hörðum höndum að því að vernda þennan viðkvæma hóp sem nú telur sjö einstaklinga.“
Lowland-górillum hefur fækkað verulega en þær eru í dag færri en 6.000 en voru um 17.000 talsins. Górillunum fækkar um 5% á ári hverju samkvæmt upplýsingum frá Virunga-þjóðgarðinum.
Auk Lowland-górillanna dvelja fjallagórillur einnig í garðinum en sautján slíkar fæddust í garðinum á síðasta ári. Virunga-þjóðgarðurinn er á landamærum Lýðveldisins Kongós, Rúanda og Úganda og þekur um 7.800 ferkílómetra landsvæði.
Sjá má twitterfærslu þjóðgarðsins hér fyrir neðan.
We're excited to announce the first lowland gorilla birth of the year! Rangers discovered the newborn during a patrol in the Tshiaberimu area yesterday.
— Virunga NationalPark (@gorillacd) January 7, 2022
Rangers are working hard to safeguard this vulnerable population which now stands at 7 individuals. https://t.co/JscCEfGuRQ pic.twitter.com/13h40IXpFp