Rafmagnshitari talinn hafa valdið eldinum

Talið er að eldur hafi kviknað út frá rafmagnshitara.
Talið er að eldur hafi kviknað út frá rafmagnshitara. AFP

Eldsvoði sem hefur orðið í það minnsta 19 manns að bana er talinn eiga rætur að rekja til lítils  rafmagnshitara sem kviknaði í, að sögn varðstjóra slökkviliðsins í New York, Daniels Nigros. 

Rafmagnshitarinn var í svefnherbergi og breiddi eldurinn þaðan úr sér að sögn Nigros.

Var þessi ályktun dregin eftir að sönnunargögnum af vettvangi var safnað saman og hlýtt var á frásagnir íbúa. Á meðal látinna voru níu börn, að því er AFP greinir frá.

Fjöldi er slasaður en tvö hundruð slökkviliðsmenn börðust við eldinn, sem Eric Adams borgarstjóri New York lýsir sem einum þeim versta í sögu borgarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert