Vill láta loka Hliði helvítis

Margar tilraunir hafa verið gerðar til að slökkva eldana.
Margar tilraunir hafa verið gerðar til að slökkva eldana.

Forseti Túrkmenistan hefur fyrirskipað að gasgíg í landinu, þar sem eldar hafa logað áratugum saman, skuli lokað og eldarnir kæfðir. BBC greinir frá.

Darvaza gígurinn, sem er staðsettur í Karakum eyðimörkunni, gengur undir nafninu Hlið helvítis og hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.

Gurbanguly Berdymukhamedov, forseti Túrkmenistan, vill láta kæfa eldana af umverfis- og heilsufarslegum ástæðum, en líka í von um að geta aukið gasútflutning landsins.

Enginn veit hvernig gígurinn myndaðist

Gígurinn þykir mikil ráðgáta en margir telja að hann hafi myndast þegar eitthvað fór úrskeiðis við boranir á tímum Sovétríkjanna árið 1971. Kanadíski rannsakandinn George Kourounis sem rannsakaði gíginn árið 2013 uppgötvaði hins vegar að enginn veit raunverulega hvernig hann myndaðist.

Jarðfræðingar í Túrkmenistan segja að gígurinn hafi orðið til á sjöunda áratugnum en að eldarnir kviknað á níunda áratugnum.

Mikil verðmæti tapast 

Berdymukhamedov segir að mikil verðmæti séu að tapast á meðan eldarnir loga, því þar brennur mikið gas. Þau verðmæti væri hægt að nota til að bæta hag þegna landsins. Hann hefur því fyrirskipað að finna skuli leið til að kæfa eldana.

Margar tilraunir hafa gerðar til að kæfa eldana, meðal annars árið 2010 þegar forsetinn skipaði sérfræðingum að finna einhverja leið til að kæfa eldinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert