100 manna veisla í miðjum faraldri

Boris Johnson (til hægri) ásamt ritara sínum Martin Reynolds.
Boris Johnson (til hægri) ásamt ritara sínum Martin Reynolds. AFP

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, og hátt­sett­ir emb­ætt­is­menn í Down­ingstræti 10 hafa verið gagn­rýnd­ir á nýj­an leik eft­ir að tölvu­póst­ur var birt­ur þar sem starfs­fólki var boðið að koma með sína eig­in drykki í veislu á meðan harðar sótt­varnaaðgerðir voru í gildi í land­inu.

Mart­in Reynolds, starfsmaður for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins, sendi tölvu­póst­inn til yfir eitt hundrað starfs­manna Down­ingstræt­is 10, sam­kvæmt tölvu­póst­in­um sem bresk­ir fjöl­miðlar hafa und­ir hönd­um.

Í hon­um stóð: „Eft­ir tíma­bil þar sem ótrú­lega mikið hef­ur verið að gera væri gam­an að nýta þetta ynd­is­lega veður og fá okk­ur nokkra drykki með réttu bili á milli fólks í garðinum í Nr. 10 í kvöld. Endi­lega verið með okk­ur frá klukk­an 18 og komið með ykk­ar eigið áfengi!“

Tölvu­póst­ur­inn var send­ur 20. maí í fyrra þegar bannað var að hóp­ast sam­an ut­an­dyra.

Bú­ist er við því að Sus­an Gray, sem var feng­in til að rann­saka þó nokkr­ar veisl­ur sem eru sagðar hafa verið haldn­ar í Down­ingstræti á meðan harðar sótt­varnaaðgerðir voru í gildi, muni rann­saka málið.

Rík­is­stjórn­in hef­ur áður neitað því að nokkr­ar regl­ur hafi verið brotn­ar í Down­ingstræti í far­aldr­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka