Útlit fyrir að helmingur íbúa Evrópu fái Ómíkron

Franskir læknar og hjúkrunarfræðingar sinna Covid-veikum sjúklingi á sjúkrahúsi í …
Franskir læknar og hjúkrunarfræðingar sinna Covid-veikum sjúklingi á sjúkrahúsi í borginni Marseille. AFP

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) spáir því að um helmingur íbúa Evrópu verði búinn að smitast af Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar í mars. Í Kína hafa aðgerðir verið hertar mikið og þar búa milljónir við útgöngubann, en nú eru nákvæmlega tvö ár frá því kínversk stjórnvöld greindu frá fyrsta dauðsfallinu af völdum Covid. 

Ómíkron-afbrigðið hefur farið sem eldur um sinu um allan heim og hafa ríkisstjórnir orðið að bregðast hratt við með nýjum sóttvarnareglum og bjóða upp á örvunarskammta, að því er segir í umfjöllun AFP-fréttaveitunnar. 

Smitum hefur farið hratt fjölgandi í Evrópu þar sem innlagnir á sjúkrahús færast einnig hratt í aukana. WHO telur að miðað við núverandi smittölur þá verði um helmingur álfunnar búinn að greinast með Ómíkron eftir tvo mánuði. 

Í dag eru tvo ár frá því stjórnvöld í Kína …
Í dag eru tvo ár frá því stjórnvöld í Kína greindu frá fyrsta dauðsfallinu af völdum Covid í heiminum. AFP

Undir Evrópuumdæmi WHO heyra 53 ríki og svæði, þar á meðal nokkur í Mið-Asíu. Að sögn Hans Kluge, forstjóra Evrópuskrifstofu WHO, þá hefur Ómíkrón greinst í 50 þeirra. 

Kluge staðfestir að Ómíkron-afbrigðið smitist hraðar á milli manna miðað við fyrri afbrigði. Hann lagði á það áherslu að bóluefni haldi áfram að veita góða vörn gegn alvarlegum sjúkdómum og dauðsföllum. 

Á þessum degi fyrir tveimur árum var í fyrsta sinn greint frá andláti í Kína, sem síðar kom í ljós af var af völdum Covid. Um var að ræða 61 árs gamlan mann sem var búsettur í Wuhan í Kína, en þar greindist kórónuveiran fyrst. 

Frá 11. janúar 2020 hafa tæplega 5,5 milljónir látist af völdum veirunnar á heimsvísu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert