Biðst afsökunar á garðveislunni

Boris Johnson biðst afsökunnar á hegðun sinni.
Boris Johnson biðst afsökunnar á hegðun sinni. AFP

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, biðst af­sök­un­ar á að hafa farið í garðveislu sem var hald­in í Down­ingstræti þegar strang­ar sam­komuta­mark­an­ir voru í gildi í Bretlandi. 

Sagði hann að garðveisl­an hafi verið vinnu­viðburður en baðst þrátt fyr­ir það inn­legr­ar af­sök­un­ar.

Keir Starmer gefur lítið fyrir afsökunarbeiðni Johnson.
Keir Star­mer gef­ur lítið fyr­ir af­sök­un­ar­beiðni John­son. AFP

Hyggst ekki segja af sér

Stjórn­ar­andstaðan hef­ur kraf­ist þess að John­son segi af sér. John­son hyggst ekki gera það.

Keir Star­mer, leiðtogi Verka­manna­flokks­ins, sagði af­sök­un­ar­beiðnina gagns­lausa og hædd­ist að John­son fyr­ir að hafa þagað svona lengi eft­ir mánaða svik og blekk­ing­ar. „Ætlar hann nú að gera það sem hann ætti að gera og segja af sér?" sagði Star­mer.

Nokkr­ir flokks­fé­lag­ar John­son vilja einnig að hann segi af sér en hann hef­ur hvatt þá til að bíða eft­ir niður­stöðu rann­sókn­ar á mál­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka