Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, biðst afsökunar á að hafa farið í garðveislu sem var haldin í Downingstræti þegar strangar samkomutamarkanir voru í gildi í Bretlandi.
Sagði hann að garðveislan hafi verið vinnuviðburður en baðst þrátt fyrir það innlegrar afsökunar.
Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að Johnson segi af sér. Johnson hyggst ekki gera það.
Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði afsökunarbeiðnina gagnslausa og hæddist að Johnson fyrir að hafa þagað svona lengi eftir mánaða svik og blekkingar. „Ætlar hann nú að gera það sem hann ætti að gera og segja af sér?" sagði Starmer.
Nokkrir flokksfélagar Johnson vilja einnig að hann segi af sér en hann hefur hvatt þá til að bíða eftir niðurstöðu rannsóknar á málinu.