Andrés Bretaprins missir titlana

AFP

Buckingham-höll hefur tilkynnt að Andrés Bretaprins hafi afsalað sér hertitlum og hlutverkum sínum sem verndari ýmissa samtaka, í kjölfar ásakana á hendur honum um kynferðisbrot.

Ákvörðunin var tekin með samþykki Elísabetar drottningar, móður Andrésar.

Mun Andrés því ekki taka þátt í opinberum viðburðum og segir í yfirlýsingu frá höllinni að prinsinn muni verja sig sem almennur borgari.

Þá mun hann ekki lengur notast við titilinn His Royal Highness.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert