Hersveitir yfirgefa Kasakstan

Hermenn í Kasakstan.
Hermenn í Kasakstan. AFP

Yfir tvö þúsund hermenn sem Rússar sendu til Kasakstan eru á leiðinni þaðan aftur.

Herinn var sendur þangað eftir að ofbeldi braust út í kjölfar friðsamlegra mótmæla vegna hækkandi olíuverðs. Tugir létust í átökunum.

Þetta var í fyrsta sinn sem hernaðarbandalagið CSTO ákveður að senda friðargæsluliða á vettvang. Rússar hafa talað um bandalagið sem álíka mikilvægt og NATO en það hafði áður ekki viljað skipta sér af ólgu í Mið-Asíu, en svæðið sem hefur lengi átt söguleg tengsl við Rússa.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert