Kallað eftir afsögn Johnsons

Boris Johnson í breska þinginu í gær, þar sem þátttaka …
Boris Johnson í breska þinginu í gær, þar sem þátttaka hans í 100 manna veisluhöldum í miðju útgöngubanni voru rædd. AFP

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, sit­ur nú und­ir ákalli ým­issa hátt­settra flokk­systkina sinna um af­sögn. BBC grein­ir frá. 

John­son viður­kenndi í gær, í til­svör­um sín­um gagn­vart þing­inu, að hann hefði verið viðstadd­ur um hundrað manna veislu í Down­ingstræti 10 þegar út­göngu­bann var í gildi fyr­ir al­menn­ing í land­inu.  

John­son baðst í leiðinni af­sök­un­ar á að hafa tekið þátt í veislu­höld­un­um, sem fóru fram í garði Down­ingstræt­is, og sagðist skilja reiði al­menn­ings yfir því.

Á meðal hátt­settra þing­manna í Íhalds­flokkn­um sem kallað hafa eft­ir af­sögn John­sons eru Douglas Ross, leiðtogi íhalds­manna í Skotlandi, Wiliam Wragg, Carol­ine Nokes og Roger Gale.

Ross, sem er þingmaður í breska og skoska þing­inu, sagðist hafa átt „erfitt sam­tal“ við John­son eft­ir að hann baðst af­sök­unn­ar í þing­inu í gær.

Tjáði hann for­sæt­is­ráðherr­an­um að hann myndi skrifa nefnd­inni, kenndri við 1922, bréf og leggja fram van­traust­stil­lögu. Nefnd­in fer með skipu­lag for­ystu Íhalds­flokks­ins og er far­veg­ur þegar kallað er eft­ir af­sögn leiðtoga hans.

„Hann er for­sæt­is­ráðherra, í rík­is­stjórn sem setti þess­ar regl­ur og hann verður að bera ábyrgð á þess­um gjörðum sín­um,“ sagði hann.

Ef 54 slík bréf ber­ast til nefnd­ar­inn­ar, frá þing­mönn­um flokks­ins, fer af stað ferli þar sem for­ysta flokks­ins er tek­in fyr­ir og gæti endað með van­trausti og frá­vís­un for­manns.

Ráðherr­ar í stjórn John­sons hafa óskað eft­ir að þing­menn bíði eft­ir skýrslu Sue Gary, sér­staks sak­sókn­ara, um sótt­varna­brot­in í Down­ingstræti, sem ætti að koma út bráðlega.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka