Forsætisráðuneytið biður drottninguna afsökunar

00:00
00:00

For­sæt­is­ráðuneyti Bret­lands hef­ur beðið Elísa­betu Bret­lands­drottn­ingu af­sök­un­ar á tveim­ur starfs­manna­teit­um sem hald­in voru dag­inn fyr­ir út­för Fillip­uss­ar drottn­inga­manns á síðasta ári. 

Eins og breska blaðið Tel­egraph greindi frá fyrst miðla voru hald­in tvö teiti í Down­ing-stræti 10 16. apríl síðastliðinn. Útför Fillipus­ar prins var hald­in dag­inn eft­ir. Elísa­bet Bret­lands­drottn­ing sat ein í út­för eig­in­manns síns vegna sam­komutak­mark­ana. Gleðskap­ur­inn í for­sæt­is­ráðuneyt­inu ent­ist fram á rauðamorg­un, eins og seg­ir í frétt BBC um málið.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands. AFP

Bor­is á út­leið?

Deild­ar mein­ing­ar eru um hvort Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, sé stætt í embætti vegna ásak­ana und­an­far­inna vikna um par­tí­hald á meðan Bret­ar sættu ströng­um sam­komutak­mörk­un­um. Stjórn­ar­andstaðan er æf vegna máls­ins og fimm sam­flokks­menn John­son í íhalds­flokkn­um hafa skrifað for­ystu flokks­ins bréf og reynt að knýja á um að for­manns­kosn­ing fari fram. Alls þurfa 54 þing­menn flokks­ins að skrifa slíkt bréf svo að kosn­ing fari fram. 

John­son var sjálf­ur í hvor­ugu teit­inu 16. apríl og talsmaður hans hef­ur sagt að það hafi verið einkar óheppi­legt að gleðskap­ur­inn færi fram dag­inn áður en Fillip­us var jarðsung­inn. 

Heim­ilda­menn Tel­egraph hafa sagt að ein­hverj­ir þeirra 30 par­tíg­esta sem tóku þátt í gleðskapn­um 16. apríl, hafi verið send­ir síðla kvölds út í stór­markað með tóma ferðatösku. Þeir sneru til baka með tösk­una fulla af áfengi. 

Á meðan par­tíst­and­inu stóð þurftu Bret­ar að sæta ströng­um tak­mörk­un­um í nafni sótt­varna, eins og áður sagði. Ekki mátti bjóða gest­um á heim­ili sitt nema þeir sem þurftu stuðning ætt­ingja við dag­leg­ar at­hafn­ir en sex máttu koma sam­an ut­an­dyra. 

Drottningin sat ein í útför eiginmanns síns, til þess að …
Drottn­ing­in sat ein í út­för eig­in­manns síns, til þess að smit­ast ekki af veirunni. Ljós­mynd/​BBC
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert