Úkraínumenn segjast hafa sannanir fyrir því að Rússar hafi staðið á bak við stóra netárás sem varð til þess að mikilvægar vefsíður úkraínsku ríkisstjórnarinnar lágu niðri.
„Öll sönnunargögn benda til þess að Rússar séu á bak við netárásina,“ sagði í tilkynningu frá ráðuneyti Úkraínu í stafrænum málum.
Tölvurisinn Microsoft hefur varað við því að tölvuárásin hafi mögulega verið mun umfangsmeiri en áður var talið.
Mikil spenna er í samskiptum Úkraínu og Rússlands. Úkraínumenn saka Rússa um að safna saman fjölda hermanna á landamærunum vegna mögulegrar innrásar.
Sumir rannsakendur óttast að netárásin gæti verið undanfari innrásar.