Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu tveimur flugskeytum á loft í dag en þetta er í fjórða sinn sem það er gert í þessum mánuði í tilraunaskyni.
Yfirvöld í Suður-Kóreu og Japan staðfesta að flugskeytunum hafi verið skotið á loft frá flugvelli í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu.
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa fordæmt fyrri tvö flugskeytin og hvetja yfirvöld í Norður-Kóreu að „hætta ólöglegri starfsemi sinni sem grefur undan stöðugleika“.
Nobuo Kishi, varnarmálaráðherra Japan, segir að Norður-Kórea sé að reyna að „betrumbæta tækni sína og getu í leynilegum aðgerðum“.