Veiran frestar réttarhöldum í hryðjuverkamáli

Mennirnir tíu sem frömdu voðaverkin í París, 13. nóvember 2015.
Mennirnir tíu sem frömdu voðaverkin í París, 13. nóvember 2015. AFP

Réttarhöld yfir hryðjuverkamönnum sem urðu 130 manns að bana í París í nóvember 2015 hefur verið frestað eftir að tveir sakborninganna greindust með kórónuveiruna. 

Ali El Haddad Asufi, sem sakaður er um að hafa skipulagt árásirnar, sýndi einkenni við skýrslutöku fyrir dómi á föstudag.

„Það þýðir að réttarhöldunum er stefnt í tvísýnu vegna þess að ekki verður hægt að gera annað próf fyrr en næsta föstudag,“ sagði dómarinn í málinu, Jean-Louis Peries, í bréfi til lögmanna í málinu. 

Vegna þessa verður að fresta skýrslutöku Salah Abdeslam, sem er sá eini af 10 árásarmönnum sem komst lífs af eftir árásirnar við Stade de France-leikvanginn og Bataclan-hljómleikahöllina í París. 

Ráðgert var að Abdeslam gæfi skýrslu á þriðjudag og miðvikudag en skýrslutökum yfir honum hafði áður verið frestað í desember þegar hann greindist með veiruna. 

Réttarhöldin eru sögð munu halda áfram þar til í maí hið minnsta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert