Bretar aflétta á fimmtudag

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands vill afnema einangrun fyrir þá sem …
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands vill afnema einangrun fyrir þá sem hafa greinst jákvæðir fyrir kórónuveirunni. AFP

Sótt­varnaaðgerðir í Bretlandi munu taka breyt­ing­um næsta fimmtu­dag en Bor­is John­son breski for­sæt­is­ráðherr­ann seg­ir rík­is­stjórn­ina vera að skipta um gír í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. Munu Bret­ar koma til með að fylgja skipu­lagi A í stað skipu­lags B, sem kveður á um hert­ari aðgerðir.

BBC grein­ir frá.

Með breyt­ing­un­um mun grímu­skyld­an meðal ann­ars falla úr gildi og gest­ir næt­ur­klúbba verða ekki leng­ur krafðir um að fram­vísa kór­ónu­veirupassa við inn­göngu. Það sama á við um þá sem sækja stærri sam­kom­ur. 

Fólki er þó enn ráðlagt að vera með grím­ur í litl­um rým­um og mann­mergð. 

John­son rök­styður ákvörðun­ina meðal ann­ars með vís­an til þess að vís­inda­menn telji að Ómíkron-far­ald­ur­inn hafi nú þegar náð há­marki sínu í Bretlandi. Þá hafa lands­menn verið dug­leg­ir að fylgja þeim sótt­varnaaðgerðum sem hafa verið í gildi sam­kvæmt skipu­lagi B og fjöl­marg­ir hafa fengið örvun­ar­skammt.

Vilja af­nema ein­angr­un

Frá fimmtu­deg­in­um munu nem­end­ur í fram­halds­skól­um ekki leng­ur vera krafðir um að fram­fylgja grímu­skyldu í kennslu­stof­um og mun mennta­málaráðuneytið einnig koma til með að af­nema grímu­skyld­una í al­menn­um rým­um skömmu eft­ir það.

Þá hyggst rík­is­stjórn­in einnig af­nema ein­angr­un fyr­ir þá sem hafa greinst með kór­ónu­veiru­smit þann 24. mars.

Smittíðni í Bretlandi fer nú lækk­andi en er engu að síður mun hærri ef borið er sam­an við fjölda smita sem var uppi á sama tíma á síðasta ári. Þá hef­ur fjöldi spít­alainn­lagna ný­lega farið lækk­andi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert