Gaspard Ulliel lést í skíðaslysi

Gaspard Ulliel á Cannes-kvikmyndahátíðinni árið 2016.
Gaspard Ulliel á Cannes-kvikmyndahátíðinni árið 2016. AFP

Franski leikarinn Gaspard Ulliel, sem lék meðal annars ungan Hannibal Lecter og fer með aðalhlutverkið í nýrri sjónvarpsþáttaröð Marvel, lést í skíðaslysi í dag. Ulliel var 37 ára en fjölskylda leikarans greindi frá andláti hans. 

Nýir þættir væntanlegir

Ulliel var meðal frægustu leikara sem Frakkland hefur alið í seinni tíð og fór með hlutverk mannætunnar Hannibal Lecter í kvikmyndinni Hannibal Rising árið 2007 ásamt því að leika Miðnæturmennið í nýrri þáttaröð Marvel, Moon Night, sem er væntanleg á streymisveituna Disney+ í mars.

Hann hafði auk þess leikið í fjölda franskra og kanadískra kvikmynda og hlaut meðal annars hin eftirsóttu frönsku Cesar-verðlaun fyrir leik sinn í It's Only the End of the World árið sem kom út árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert