Skýringar Johnson sagðar sífellt furðulegri

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Hart var sótt að Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, í breska þing­inu í dag þar sem boð sem hald­in voru í Down­ings­stræti í kór­ónu­veiruf­ar­aldr­in­um voru til umræðu. John­son sagði í viðtali í gær að hann hafi ekki vitað af því að boð brytu gegn regl­um sem voru í gildi.

John­son hef­ur viður­kennt að hafa sótt veislu í Down­ing­stæti þann 20. maí árið 2020 en hann sagðist hafa haldið að hún tengd­ist starf­inu.

Sir Keir Star­mer, leiðtogi Verka­manna­flokks­ins og stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Bretlandi, sagði að skýr­ing­ar for­sæt­is­ráðherr­ans á veislu­höld­un­um í Down­ingstræti yrðu sí­fellt furðulegri.

Ef John­son segði satt þá þýddi það, sam­kvæmt Star­mer, að stars­fólk í for­sæt­is­ráðuneyt­inu væri að ljúga og John­son ein­um hafi verið sagt að viðburður­inn tengd­ist starf­inu.

„Áttar hann sig á því hversu fá­rán­lega það hljóm­ar?“ spurði Star­mer í þingsal.

John­son sýndi mynd af Star­mer drekk­andi bjór

„Ég hef sagt mitt um viðburðina í Down­ingstræti,“ svaraði John­son.

Hann lyfti í fram­hald­inu mynd af Star­mer, drekk­andi bjór á skrif­stofu sinni á tím­um út­göngu­banns í Bretlandi:

„Hann gæti kannski sagt okk­ur frá því hvað var í gangi hér?“

„Fólk í rík­is­stjórn­inni hef­ur unnið hörðum hönd­um í heims­far­aldr­in­um til að vernda bresk­an al­menn­ing,“ sagði John­son.

Keir Starmer.
Keir Star­mer. AFP

Star­mer sagði að þessi viðbrögð John­son, að lyfta mynd af hon­um hald­andi á bjór, sýni að for­sæt­is­ráðherr­ann sé í meiri vanda við að halda starfi sínu en hann hélt.

Drottn­ing­in fór eft­ir regl­un­um

Hann spyr enn frem­ur hvort for­sæt­is­ráðherr­ar sem hafi af­vega­leitt þingið eigi að segja af sér. John­son svar­ar því til að spurn­ing­um Star­mer verði svarað í rann­sókn Sue Gray en hún fer með rann­sókn á veisl­um í Down­ingstræti árið 2020.

Star­mer bend­ir á mynd af Elísa­betu drottn­ingu þar sem hún sit­ur ein í jarðarför Fillip­uss­ar drottn­inga­manns á síðasta ári en kvöldið áður var veisla í Down­ingstræti.

„Hún fylgdi regl­un­um.“

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert