Rússar vilja svar við kröfum sínum

Úkraínudeilan var eina umræðuefnið á fundi utanríksráðherra Rússlands og Bandaríkjanna, Sergei Lavrov og Antony Blinken, í Genf í Sviss í dag.

Báðir sögðu þeir við fjölmiðlamenn að fundi loknum að um hreinskilnar umræður hafi verið að ræða.

Aðeins ell­efu dag­ar eru liðnir síðan full­trú­ar utanríkisráðherrann hitt­ust síðast í Genf.

Þar samþykktu full­trú­arn­ir að halda áfram viðræðum vegna tuga þúsunda her­manna sem Rúss­ar hafa stillt upp við úkraínsku landa­mær­in.

Rúss­nesk stjórn­völd kröfðust þess í morgun að hersveitir NATO yf­ir­gefi Rúm­en­íu og Búlgaríu, sem hluta af þeim kröf­um sem þeir hafa sett fram gagn­vart band­lagi ríkja sem Banda­rík­in leiða.

Lavrov sagðist vonast eftir skriflegu svari Bandaríkjamanna við kröfum Rússa að fundi loknum.

Blinken hvatti Rússa til að hætta að ógna Úkraínu og sagði að vegna þeirra tugi þúsunda hermanna sem Rússar hafa stillt upp við úkraínsku landamærin gætu þeir ráðist þar inn úr suðri, austri og norðri.

Hann sagði enn fremur að hann vissi að stjórnvöld í Moskvu gætu gripið til annarra aðgerða en innrásar og minntist í því samhengi á netárásir.

Antony Blinken og Sergei Lavrov, utanríksráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands, takast …
Antony Blinken og Sergei Lavrov, utanríksráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands, takast í hendur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka