Játar á sig morðið á Petito

Brian Laundrie játar að hafa borið ábyrgð á morðinu í …
Brian Laundrie játar að hafa borið ábyrgð á morðinu í dagbókarfærslum. AFP

Bian Laundrie segist í dagbókarfærslum hafa myrt hina 22 ára Gabby Petito. Bæði eru látin; jarðneskar leifar Petito fundust í þjóðgarði í Wyoming í september en mánuði síðar féll Laundrie fyrir eigin hendi. 

BBC greinir frá.

Athygli vakti að Laundrie, fyrrum kærasti Petito, neitaði ávallt að tjá sig um málið. Petito hvarf á meðan parið var á ferðalagi í hjólhýsi um Bandaríkin, og hélt Petito úti myndbandsbloggi um ferðalagið á Youtube. Á samfélagsmiðlum virtist allt leika í lyndi hjá parinu og vakti því málið mikinn óhug.

Rannsókninni er lokið.
Rannsókninni er lokið. AFP

Fjölskyldan færir lögreglunni þakkir

Michael Schneider, yfirrannsóknarlögreglumaður alríkislögreglunnar í Denver, sagði við BBC að rannsókn málsins hafi ekki leitt í ljós að neinir aðrir en Brian Laundrie tengdust morðinu á beinan hátt. Allir þættir málsins hafi verið rannsakaðir og leitt þetta í ljós.

Fjölskylda Petito hefur fært lögregluyfirvöldum þakkir og þjónustudeild við fórnarlömb sérstakar þakkir, fyrir að hjálpa fjölskyldunni í gegnum hörmulega tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert