ESB tínir til 174 milljarða í aðstoð fyrir Úkraínu

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. AFP

Evrópusambandið vinnur nú að því að safna saman fé til aðstoðar við Úkraínu og er talið að andvirði fjárhagsaðstoðarinnar verði 1,2 milljarðar evra (174 milljarðar króna).

Þetta tilkynnti Ursula von der Layen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í dag.

Yfirvofandi er árás Rússa inn í Úkraínu og eru Vesturlönd að bregðast skjótt við. Fyrir andartaki bárust fréttir af því að heraflar aðildarríkja NATO væru í viðbragðsstöðu og í morgun var greint frá því að Bandaríkjamenn hefðu kallað fjölskyldur sendiráðsstarfsmanna í Úkraínu aftur vestur um haf og til síns heima.

Það sögðu Úkraínumenn þó að væri algjör óþarfi og of snemmtæk ráðstöfun.

„Við teljum að þetta skref Bandaríkjamanna sé stigið of snemma og sýnir fram á óþarfa varkárni,“ sagði talsmaður úkraínska utanríkisráðuneytisins.

Allt bendir til þess að innrás Rússa inn í Úkraínu sé yfirvofandi en Vladimír Pútín Rússlandsforseti harðneitar því. Hann ítrekar þó fyrri kröfur sínar núna sem endranær um að Úkraína gangi ekki til liðs við NATÓ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert