Fjórir særðust alvarlega í skotárásinni í fyrirlestrarsal í Heidelberg-háskóla í Þýskalandi í morgun, að sögn lögreglunnar.
Þýskir fjölmiðlar segja að árásarmaðurinn hafi fyrirfarið sér og að svo virðist sem hvorki trúarlegar né pólitískar ástæður hafi legið að baki ódæðinu.
Þýska lögreglan hafði áður greint frá því að árásarmaðurinn væri látinn.
Að sögn lögreglunnar hljóp maðurinn út úr húsinu eftir árásina en hún gaf ekki upplýsingar um hvernig hann lést.