Fordæmir valdarán í Búrkína Fasó

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna.
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna. AFP

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna, fordæmir harðlega valdarán hersins í Búrkína Fasó og hvetur valdaránsleiðtogana til að leggja niður vopn sín. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem gefin var út nú fyrir skömmu.

For­seti Burk­ina Faso var hand­tek­inn í morg­un af her­mönn­um, ásamt ráðherr­um úr rík­is­stjórn hans, degi eft­ir að her­sveit­ir gerðu upp­reisn í land­inu.

Her­menn risu upp á þó nokkr­um her­stöðvum í vesturafríska rík­inu í gær og kröfðust þess að æðstu leiðtog­ar hers­ins yrðu rekn­ir og að meira fjár­magni yrði veitt í bar­átt­una gegn fram­gangi íslamskra víga­manna sem hófst árið 2015.

Í yfirlýsingu Guterres segist hann fordæma allar tilraunir til að yfirtaka ríkisstjórn með vopnavaldi og hvatti herforingja enn fremur til að tryggja vernd og líkamleg heillindi forseta þjóðarinnar, Kabore.

Fólk hélt á fána Búrkína Fasó er það safnaðist saman …
Fólk hélt á fána Búrkína Fasó er það safnaðist saman á þjóðtorginu til að styðja herinn í dag. AFP

Hefur sætt gagnrýni á meðal almennings

For­set­inn Roch Marc Christian Ka­bore hef­ur verið við völd í Burk­ina Faso síðan 2015. Þegar hann náði end­ur­kjöri árið 2020 hét hann því að setja bar­átt­una gegn víga­mönn­un­um í for­gang.

Hann hef­ur sætt auk­inni gagn­rýni á meðal al­menn­ings fyr­ir að tak­ast ekki að stöðva blóðsút­hell­ing­arn­ar í land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert