Hermenn handtóku forsetann

Kabore (til vinstri) ásamt forseta Malasíu, Boubacar Keita, árið 2019.
Kabore (til vinstri) ásamt forseta Malasíu, Boubacar Keita, árið 2019. AFP

Forseti Burkina Faso var handtekinn í morgun af hermönnum, ásamt ráðherrum úr ríkisstjórn hans, degi eftir að hersveitir gerðu uppreisn í landinu.

Hermenn risu upp á þó nokkrum herstöðvum í vesturafríska ríkinu í gær og kröfðust þess að æðstu leiðtogar hersins yrðu reknir og að meira fjármagni yrði veitt í baráttuna gegn framgangi íslamskra vígamanna sem hófst árið 2015.

Mótmæli hafa staðið yfir gegn forseta Burkina Faso undanfarið.
Mótmæli hafa staðið yfir gegn forseta Burkina Faso undanfarið. AFP

Forsetinn Roch Marc Christian Kabore hefur verið við völd í Burkina Faso síðan 2015. Þegar hann náði endurkjöri árið 2020 hét hann því að setja baráttuna gegn vígamönnunum í forgang.

Hann hefur sætt aukinni gagnrýni á meðal almennings fyrir að takast ekki að stöðva blóðsúthellingarnar í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert