Johnson hafi mætt í enn eina veisluna

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, skemmti sér meira en flestir þegar …
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, skemmti sér meira en flestir þegar útgöngubann var í gildi. AFP

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, mun hafi haldið af­mæl­is­veislu í Down­ing-stræti 10 meðan á fyrsta út­göngu­bann­inu vegna kór­ónu­veirunn­ar stóð, þrátt fyr­ir að sam­kom­ur inn­an­dyra hafi verið bannaðar sam­kvæmt tak­mörk­un­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar. The Tel­egraph grein­ir frá. 

ITV frétta­stof­an greindi frá því að for­sæt­is­ráðherr­ann hafi verið viðstadd­ur óvænta sam­komu í eft­ir­miðdag­inn þann 19. júní 2020, þar sem hon­um var færð af­mælisterta. 

Veisl­an var sögð skipu­lögð af eig­in­konu Bor­is, Carrie John­son, en allt að 30 manns mættu í veisl­una.

„Hann var þarna í minna en 10 mín­út­ur“

Veisl­an mun hafa staðið í um 20 til 30 mín­út­ur. Down­ing-stræti 10 neitaði því ekki að at­b­urður­inn hefði farið átt sér stað en benti á að for­sæt­is­ráðherr­ann hafi aðeins verið viðstadd­ur í 10 mín­út­ur. 

„Hóp­ur starfs­manna sem starfaði í Down­ing-stræti 10 þenn­an dag kom sam­an stutta stund í stjórn­ar­her­berg­inu eft­ir fund til að óska ​​for­sæt­is­ráðherr­an­um til ham­ingju með af­mælið. Hann var þarna í inn­an við 10 mín­út­ur,“ sagði talsmaður Down­ing-stræt­is.

Á þeim tíma sem af­mælið var haldið voru sam­kom­ur inn­an­dyra bannaðar og fólk gat aðeins hist ut­an­dyra og ekki fleiri en sex sam­an. Krám og veit­inga­stöðum var einnig lokað.

ITV News greindi einnig frá því að John­son hýsti nokkra fjöl­skyldu­vini um kvöldið í íbúð sinni við Down­ing-stræti, en því hef­ur Down­ing-stræti nr. 10 neitað.

Talsmaður Down­ing-stræt­is sagði við ITV: „Þetta er al­gjör­lega ósatt. Í sam­ræmi við regl­urn­ar sem giltu á þeim tíma, hýsti for­sæt­is­ráðherra lít­inn fjölda fjöl­skyldumeðlima úti um kvöldið.“

Tel­ur að regl­urn­ar eigi ekki við um hann sjálf­an

„Við höf­um ekki efni á því að halda áfram með þessa óreiðustjórn,“ sagði Sir Keir Star­mer, leiðtogi Verka­manna­flokks­ins. „Þetta er enn frek­ari sönn­un þess að við erum með for­sæt­is­ráðherra sem tel­ur að regl­urn­ar sem hann setti eigi ekki við um hann sjálf­an.“

John­son hef­ur sætt mik­illi gagn­rýni upp á síðkastið fyr­ir að virða ekki regl­ur þegar sam­komutak­mark­an­ir giltu. Bæði hafa birst mynd­ir af hon­um í jóla­boði og svo mætti hann í garðveislu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka