Djammið í Downingstræti verði til lykta leitt

Grímuklæddur Boris Johnson sést hér yfirgefa Downingstræti í dag.
Grímuklæddur Boris Johnson sést hér yfirgefa Downingstræti í dag. AFP

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, heit­ir því að hann muni veita lög­regl­unni fullt liðsinni varðandi rann­sókn lög­reglu á gleðskap sem fór fram í Down­ingstræti þegar harðar sam­komutak­mark­an­ir voru í gildi í land­inu. 

„Ég fagna ákvörðun Lund­úna­lög­regl­unn­ar sem ætl­ar að hefja sjálf­stæða rann­sókn, því ég tel að þetta muni veita al­menn­ingi þá inn­sýn sem þörf er á til að ljúka mál­inu end­an­lega,“ sagði John­son á breska þing­inu í dag. 

Því hef­ur verið haldið fram að tals­vert hafi verið um sam­kom­ur og gleðskap í húsa­kynn­ing­um for­sæt­is­ráðherr­ans við Down­ingstræti í London á meðan aðrir lands­menn bjuggu við mjög harðar aðgerðir og sam­komutak­mark­an­ir. Hart er að sótt að John­son og rík­is­stjórn hans og hafa marg­ir kallað eft­ir því að ráðherr­ann segi af sér taf­ar­laust. 

Lög­regl­an í London hef­ur einnig verið harðlega gagn­rýnd fyr­ir að hafa neitað að rann­saka slík­ar ásak­an­ir und­an­far­in tvö ár.

Lög­reglu­stjór­inn, Cressida Dick, hef­ur nú greint frá því að form­leg rann­sókn muni fara fram. Verði John­son boðaður í skýrslu­töku, þá verður hann aðeins ann­ar sitj­andi for­sæt­is­ráðherra í sögu Bret­lands sem þarf að svara spurn­ing­um lög­regl­um í tengsl­um við form­lega lög­reglu­rann­sókn sem er í gangi. 

Cressida Dick, lögreglustjórinn í London, hefur greint frá því að …
Cressida Dick, lög­reglu­stjór­inn í London, hef­ur greint frá því að form­leg lög­reglu­rann­sókn muni fara fram. AFP

Tony Bla­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, var í þrígang boðaður í skýrslu­töku sem vitni árið 2006 í tengsl­um við rann­sókn lög­reglu á því að menn gætu keypt sér aðal­stign. Árið 2007 greindi lög­regl­an frá því að ekk­ert yrði aðhafst frek­ar í mál­inu. 

Hátt sett­ur op­in­ber starfsmaður, Sue Gray, hef­ur þegar hafið sjálf­stæða rann­sókn á meint­um sótt­varn­ar­brot­um í Down­ingstræti, sem Bret­arn­ir kalla "partyga­te". Bú­ist er við að hún muni skila sín­um niður­stöðum inn­an fárra daga. 

Talsmaður for­sæt­is­ráðherr­ans seg­ir að rann­sókn Gray teng­ist ekki fyr­ir­hugaðri rann­sókn lög­reglu.  

Gray er meðal ann­ars sögð vera að skoða full­yrðing­ar, sem var fyrst greint frá í gær­kvöldi, að John­son hafi brotið gegn lög­um um sótt­varn­ir með því að halda af­mæli í Down­ingstræti 19. júní 2020. Breska frétta­stöðin ITV News held­ur því fram að um 30 manns hafa þá verið sam­an­kom­in í hús­inu, en á þeim tíma máttu mest sex koma sam­an í einu. 

Mik­il reiði er meðal al­menn­ings vegna þess­ara frétta og John­son legið und­ir ámæli vegna máls­ins. Hann er meðal ann­ars sakaður um hræsni í ljósi þess að millj­ón­ir lands­manna hafi verið gert að hlíta hert­um regl­um á meðan hann hafi verið að gera sér glaðan dag þvert á eig­in til­mæli. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert