Lögreglan rannsakar sóttvarnabrot í Downingstræti

Hafin er lögreglurannsókn á veisluhöldum í Downingstræti.
Hafin er lögreglurannsókn á veisluhöldum í Downingstræti. AFP

Lög­regl­an í London hef­ur hafið rann­sókn veislu­höld­um í Down­ingstræti 10 í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. Cressida Dick, yf­ir­maður hjá Lund­úna­lög­regl­unni, staðfesti það í sam­tali við BBC að verið væri að rann­saka hugs­an­leg brot á sótt­varn­a­regl­um í Down­ingstræti og Whitehall, frá ár­inu 2020 og til dags­ins í dag.

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur sætt mik­illi gagn­rýni síðustu vik­ur fyr­ir að hafa sótt veisl­ur meðan á hörðum sam­komutak­mörk­un­um stóð og þar með brotið sótt­varn­a­regl­ur. Þing­menn úr hans eig­in flokki eru meðal þeirra sem kallað hafa eft­ir af­sögn for­sæt­is­ráðherr­ans vegna máls­ins

Mætti í eig­in af­mæl­is­veislu

Dick sagði að ákveðið hefði verið að hefja rann­sókn vegna upp­lýs­inga sem bár­ust í frá Sue Gray, sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hef­ur verið með veislu­höld­in til rann­sókn­ar. Sú rann­sókn mun jafn­framt halda áfram en bú­ist er við að skýrslu vegna máls­ins verði skilað fljót­lega. Þó sé hugs­an­legt að hún tefj­ist vegna lög­reglu­rann­sókn­ar­inn­ar.

Í gær var greint frá því að fleiri veisl­ur hefðu verið haldn­ar í Down­ingstræti meðan á út­göngu­banni og hörðum sam­komutak­mörk­un­um stóð vegna far­ald­urs­ins. John­son hefði verið viðstadd­ur óvænta af­mæl­is­veislu sem hald­inn var hon­um til heiðurs þann 19. júní árið 2020. Allt að 30 manns mættu í veisl­una, sem eig­in­kona hans, Carrie John­son, mun hafa skipu­lagt. Á þeim tíma voru hins veg­ar sam­kom­ur inn­an­dyra bannaðar og ein­ung­is sex máttu koma sam­an ut­an­dyra.

Talsmaður Down­ingstræt­is hef­ur staðfest að veisl­an hafi átt sér stað en að for­sæt­is­ráðherr­ann hafi aðeins verið viðstadd­ur í um tíu mín­út­ur.

Einnig var greint frá því að John­son hefði haldið veislu fyr­ir fjöl­skyldu og vini þetta kvöld, í til­efni af­mæl­is­ins, en talsmaður Down­ingstræt­is sagði hann ein­ung­is hafa boðið fjöl­skyld­unni til veislu ut­an­dyra í sam­ræmi við þágild­andi regl­ur.

Sjálf­ur hef­ur John­son sagt að fólk skuli anda ró­lega og bíða eft­ir niður­stöðum rann­sók­ar Gray á veislu­höld­un­um, áður en farið er að dæma hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert