Miklum áfangasigri náð í máli Assange

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks.
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks. AFP

Það að yf­ir­rétt­ur í London hafi samþykkt að veita Ju­li­an Assange, stofn­anda Wiki­Leaks, leyfi til að óska eft­ir því að áfrýj­un hans á fyrri dómi, sem gaf heim­ild fyr­ir framsali hans til Banda­ríkj­anna, verði tek­in fyr­ir í hæsta­rétti er laga­lega séð mik­ill áfanga­sig­ur. Þetta seg­ir Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, í sam­tali við mbl.is.

Fullnaðarsig­ur þó langt frá því að vera í höfn

Í janú­ar á síðasta ári komst und­ir­rétt­ur að þeirri niður­stöðu að Assange yrði ekki fram­seld­ur vegna and­legr­ar heilsu hans og mögu­legr­ar sjálfs­vígs­hættu. Í des­em­ber snéri yf­ir­rétt­ur þeim dómi hins veg­ar við og heim­ilaði framsal Assange til Banda­ríkj­anna.

Lög­menn Assange ákváðu þá að láta reyna á það laga­ákvæði fyr­ir dómi að hann fengi heim­ild til að fara með málið fyr­ir hæsta­rétt á þeim for­send­um að það varðaði al­manna­hags­muni. Dóm­ur­inn komst í gær að þeirri niður­stöðu að það skyldi heim­ilað.

Þótt niðurstaðan blási ör­lít­illi von í brjóst þeirra sem hafa unnið hvað harðast að því að dóm­ur Assange verði felld­ur niður og að hon­um verð sleppt laus­um úr fang­elsi er sig­ur­inn langt frá því að vera í höfn, að sögn Krist­ins.

„Það er eng­in trygg­ing fyr­ir því að hæstirétt­ur taki málið til skoðunar þótt tölu­verðar lík­ur séu á því miðað við úr­sk­urðinn frá því í gær. Það get­ur tekið marga mánuði fyr­ir þá hjá hæst­ar­rétti að kom­ast að niður­stöðu um það hvort þeir vilji taka þetta mál fyr­ir. Þannig það er ekk­ert sem ligg­ur fyr­ir í þessu. Það er ekk­ert hald­fast.“

Kristinn segir mál Assange aðför að blaðamennsku í heiminum.
Krist­inn seg­ir mál Assange aðför að blaðamennsku í heim­in­um. AFP

Ákvörðun yf­ir­rétt­ar séu til þess falln­ar að tefja 

Þá seg­ir hann nýj­ustu vend­ing­ar í mál­inu vera til þess falln­ar að tefja fram­gang þess enn frek­ar. Til hafi staðið að skjóta máli Assange til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu en til þess að það sé hægt þurfi að tæma öll laga­leg úrræði inn­an rík­is­ins fyrst.

„Við erum því kannski að horfa til þess að hæstirétt­ur taki ákvörðun um hvort þeir skoði málið eft­ir þrjá til fjóra mánuði. Svo ættu þeir eft­ir að finna tíma til mál­flutn­ings sem gæti ekki orðið fyrr en þrem­ur til fjór­um mánuðum eft­ir það og þá er sjálf­ur mál­flutn­ing­ur­inn eft­ir. Svo gæti tekið dóm­inn nokkra mánuði að kom­ast að niður­stöðu. Ef og þegar hæst­ir­rétt­ur ákveður að taka málið fyr­ir get­um við kannski bú­ist við því að fá niður­stöðu ein­hvern tím­ann í kring­um næstu ára­mót.“

Spurður seg­ist vera Krist­inn hóf­lega bjart­sýnn á að hæstirétt­ur taki málið fyr­ir. Að feng­inni reynslu af breska rétt­ar­kerf­inu hafi hann þó ekki hafa nein­ar sér­stak­ar vænt­ing­ar til þess að úr­sk­urður hæsta­rétt­ar verði Assange og hans fólki í hag.

„Ég er bú­inn að læra það af dap­urri reynslu hér í rétt­ar­söl­um í Bretlandi að það er ekki á neitt að stóla. Það sem hef­ur verið op­in­berað í þessu öllu þessu laga­skaki er það að þetta er ekki laga­tækni­legt mál. Þetta er pó­lí­tískt mál og það er sí­fellt að verða ljós­ara.“

Mynd af Julian Assange í Melbourne í Ástralíu.
Mynd af Ju­li­an Assange í Mel­bour­ne í Ástr­al­íu. AFP

Hroðal­egt for­dæmi fyr­ir önn­ur ríki heims­ins

Það sé svo ástæðan fyr­ir því að sí­fellt fleiri mann­rétt­inda­sam­tök legg­ist á sveig með Ju­li­an og hvetji til þess að þess­um hrá­skinna­leik ljúki, eins og Krist­inn orðar það.

„Þá sjá líka all­ir hvers­kon­ar hættu­spil er þarna á ferðinni í stærra sam­hengi gagn­vart blaðamennsku í heim­in­um. Að eitt ríki skuli geta tekið sér það vald að fara fram á framsal á rík­is­borg­ara þriðja lands, fyr­ir verk sem hann vinn­ur utan land­steina viðkom­andi rík­is, og ætli síðan að dæma á grund­velli ein­hverr­ar njósn­ar­lög­gjaf­ar sem er yfir hundrað ára göm­ul og reyna að leggja að jöfnu blaðamennsku og njósn­ir.“

Krist­inn seg­ir mál Assange hroðal­egt for­dæmi og lík­leg­ast mestu aðför að frjálsri blaðamennsku sem sést hef­ur í vest­ræn­um ríkj­um á síðustu ára­tug­um.

„Merg­ur máls­ins sá að Assange var dreg­inn út úr send­ir­ráði Ekvadors, eft­ir stjórn­ar­skipti í Ekvador 19. apríl árið 2019. Nú er komið árið 2022 og hann er bú­inn að sitja sak­laus í einu mesta ör­ygg­is­fang­elsi Bret­lands í yfir þúsund daga, fyr­ir það eitt að hafa birt sann­ar upp­lýs­ing­ar sem eng­inn ef­ast um að séu sann­ar.

Það að horfa upp á þetta ætti að gefa fólki í vest­ræn­um ríkj­um hroll. Þetta er ná­kvæm­lega það sama sem verið er að for­dæma önn­ur ríki með vafa­sam­ari lýðræðisorðpor fyr­ir að gera. Þetta er hroðaleg staðreynd.“

Málið sé nú þegar farið að valda skaða, ekki síst á því orðspori sem vest­ræn ríki hafa und­ir for­ystu Breta og Banda­ríkja­manna í öðrum lönd­um, að sögn Krist­ins. Margt sé því und­ir í mál­inu og þess vegna verði því að linna.

„Þetta mun ekki taka enda fyrr en þrýst­ing­ur eykst á Banda­ríkja­stjórn um að láta þetta mál niður falla og sleppa Assange laus­um. Það er eina niðurstaðan sem get­ur fengið menn til þess að anda aðeins létt­ar og hrinda aðför að blaðamennsku í heim­in­um.“

Julian Assange, hefur setið í einu mesta öryggisfangelsi Bretlands í …
Ju­li­an Assange, hef­ur setið í einu mesta ör­ygg­is­fang­elsi Bret­lands í um þúsund daga. AFP

Með morðingj­um og hryðju­verka­mönn­um

Innt­ur eft­ir því seg­ist Krist­inn vera í reglu­legu sam­bandi við Assange. Það sé þó mikið til óbeint enda fái Assange tak­markaðan síma­tíma í fang­els­inu sem hann noti mest til þess að tala við fjöl­skyldu sína og lög­menn.

„Hann tór­ir. Ég veit eig­in­lega ekki hvernig er hægt að orða það öðru­vísi. Menn vita það al­veg hvaða áhrif það hef­ur að vera gæslu­v­arðhalds­fangi í þenn­an óra­tíma, í þess­ari óvissu og það í nöt­ur­leg­asta ör­ygg­is­fang­elsi Bret­lands inn­an um morðingja og hryðju­verka­menn.“

Þótt fang­elsis­vist­in hafi vissu­lega tekið sinn toll á Assange, bæði and­lega og lík­am­lega, sé hann bar­áttumaður með mikla rétt­læt­is­sýn, að sögn Krist­ins.

„Sá sem hef­ur rétt­læt­is­sýn er í betri stöðu til þess að berj­ast en þetta er að verða ansi lang­ur slag­ur eft­ir því sem á hann er dregið. Það gef­ur Assange þó byr að æ fleiri séu að átta sig á þessu og láta sig málið varða.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert