Hvetur ríkisborgara sína til að yfirgefa Úkraínu

Gengið framhjá sendiráðinu í Kænugarði á mánudag.
Gengið framhjá sendiráðinu í Kænugarði á mánudag. AFP

Bandaríska sendiráðið í Kænugarði hvatti í dag bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til að íhuga að yfirgefa landið.

Þetta segir í yfirlýsingu frá sendiráðinu, en sífellt verður ljósara að innrás rússneska hersins er yfirvofandi.

Varað er við því að öryggisástandið geti versnað með skömmum fyrirvara.

Hermenn safnast saman við landamærin

Stjórnvöld í Kænugarði og Vesturlönd hafa sakað Rússland um að safna saman rúmlega hundrað þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu, til að búa þá undir mögulega innrás.

„Ég hef ekki hug­mynd um hvort hann sé bú­inn að taka end­an­lega ákvörðun, en við sjá­um vissu­lega öll merki þess að hann muni beita hernaðar­valdi ein­hvern tíma kannski frá líðandi stundu og fram í miðjan fe­brú­ar,“ sagði aðstoðar­ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, Wen­dy Sherm­an, í er­indi sínu á ráðstefnu fyrr í dag, og vísaði þar til Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert