Andrés segir að þau Maxwell hafi ekki verið náin

Andrés Bretaprins.
Andrés Bretaprins. AFP

Andrés Bretaprins neitar því að hann og Ghislaine Maxwell, sem dæmd hefur verið fyrir mansal, hafi verið nánir vinir. Þetta kemur fram í dómsskjölum í máli Virginiu Giuffre gegn Andrési. Hún sakar hann um kynferðisbrot.

BBC greinir frá.

Þá segja lögfræðingar Andrésar sömuleiðis að hann vilji koma fyrir dóm til þess að mæta þeim ásökunum sem Giuffre hefur sett fram á hendur honum. 

Frétt af mbl.is

Andrés hefur alltaf þvertekið fyrir það að hann hafi brotið á Giuffre.

Hún segir að Andrés hafi ráðist á hana þegar hún var 17 ára gömul og dvaldi á heimili Maxwell og barnaníðingsins Jeffrey Epstein. 

Myndin sem lögfræðingar Andrésar segjast hvorki geta staðfest né neitað …
Myndin sem lögfræðingar Andrésar segjast hvorki geta staðfest né neitað að sé til. Í forgrunni eru Andrés og Giuffre og í baksýn má sjá Maxwell. AFP

Í 11 blaðssíðna dómsskjali sem lagt var fram í gær segja lögmenn Andrésar að nokkrar ástæður séu fyrir því að vísa ætti einkamálinu á hendur Andrési frá og að frekar ætti að takast á um málið frammi fyrir dómsstólum. Lögmaður Giuffre segir kröfuna þýðingarlausa þar sem Giuffre hafi nú þegar beðið um slíkt.

Lögmennirnir Andrésar segja að þó hann viðurkenni að hafa hitt Epstein árið 1999 þá neiti hann því að hafa tekið þátt í einhverskonar misnotkun með honum. Sömuleiðis neitar Andrés því að hafa verið náinn vinur Maxwell. Þá segja þeir að ekki séu til gögn sem sanni eða afsanni það að mynd af Andrési með Giuffre og Maxwell sé raunveruleg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert